Kærar þakkir fyrir þátttöku þína í þessari könnun en framlag þitt gegnir lykilhlutverki í okkar rannsókn. Tilgangur könnunarinnar er að greina hindranir, bæði pólitískar og stjórnsýslulegar, en einnig drifkrafta og aðra þætti sem hafa áhrif á þróun lífhagkerfisins og hringrásarhagkerfisins í Danmörku, Belgíu, Ítalíu, Íslandi og Póllandi.
Með þátttöku þinni samþykkir þú greiningu á framlagi þínu og birtingu niðurstaðna. Framlag þitt er ópersónugreinanlegt. Vinsamlegast forðist alfarið að gefa upplýsingar sem rekja má til þinnar persónu vegna persónuverndarástæðna. Öll svör eru unnin í samræmi við almennu evrópsku persónuverndarreglugerðina (GDPR ).
Áætlaður tími: 15 til 20 mínútur
Athugið: Þú getur hvenær sem er gert hlé á spurningalistanum og haldið áfram þar sem frá var horfið. Svör þín verða vistuð sjálfkrafa.
Tengiliður : Enrique A. Perdomo Echenique (enrique.perdomo@ufz.de)
Þessi könnun er hluti af Value4Farm verkefninu, sem er styrkt af Horizon Europe áætlun Evrópusambandsins, sem miðar að því að efla evrópska lífhagkerfið og hringrásarhagkerfið með því að samþætta endurnýjanlegar orkulausnir í landbúnaði.
Hér að neðan kynnum við nokkrar mikilvægar skilgreiningar sem munu hjálpa þér að skilja þessa könnun betur.
Lífhagkerfi: Hagkerfi sem snýst um að nota náttúrulegar, endurnýjanlegar auðlindir, eins og plöntur, tré, dýr og örverur, til að framleiða mismunandi vörur, eins og matvæli, efni, orku og fleira. Markmið lífhagkerfisins er að vernda umhverfið, draga úr úrgangi og styðja við atvinnustarfsemi án þess að skaða vistkerfi eða möguleika komandi kynslóða.
Hringrásarhagkerfi: Hagkerfi sem leggur áherslu á að viðhalda verðmæti vara, hráefna og auðlinda í hagkerfinu eins lengi og mögulegt er. Með því dregur það úr úrgangi og styður við endurnýjun og sjálfbæra nýtingu okkar á náttúruauðlindum. Til dæmis með því að nýta lífrænar auðlindir í mörgum skrefum, áður en þær verða að úrgangi.
Evrópska landbúnaðarstefnan (CAP): Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins hefur að markmiði að styðja við bændur, tryggja stöðugt framboð á hagkvæmum matvælum, stuðla að sjálfbærum framleiðsluferlum í landbúnaði og viðhalda blómlegum dreifbýlissamfélögum um allt Evrópusambandið. CAP veitir bændum í Evrópusambandinu fjárhagsaðstoð með beingreiðslum og fjármögnun ýmissa þróunarverkefni í dreifbýlum.
Helstu tæknilausnir í Value4Farm verkefninu eru eftirfarandi:
Sólarorka fyrir landbúnað:
Samþætt kerfi sem sameinar landbúnað og sólarorkuver á sama landskika. Kerfin eru hönnuð til að hámarka landnotkun, þannig að hægt sé að rækta bæði nytjajurtir og/eða beita búfé samhliða sólarorkuframleiðslu með sólarspeglum á sama landskika. Markmiðið er að nýta landið á skilvirkan hátt fyrir bæði matvælaframleiðslu og til endurnýjanlegrar orkuframleiðslu.
Líforkuver:
Umbreyting lífrænna efna (t.d., mykju, úrgangi frá garðyrkju, heyfyrningum og öðrum lífrænum úrgangi) með loftfirrtri gerjun (án súrefnis) til framleiðslu á lífgasi. Lífgas er hægt að nota beint til upphitunar eða til framleiðslu rafmagns en einnig má hreinsa og uppfæra það í lífmetan sem hægt er að dæla inná gasdreifikerfi eða nota sem eldsneyti á samgöngutæki. Melta er næringarríkt lífrænt efni sem verður til við gerjun á lífrænum úrgangi í líforkuveri og er nýtt sem áburður.
Lífmassaver:
Kerfi sem umbreyta lífmassa (t.d. grasi, plöntuleifum, þörungum) í ýmsar lífrænar afurðir. Afurðirnar geta verið prótein, lífeldsneyti, lífplast eða lífrænn áburður. Lífmassaver styðja við innleiðingu sjálfbærra hringrásarferla.